Skilmálar þessir eru bindandi samningur milli notandans ("Notandi", "þú") og Payday ehf., kt. 520417-2570, með lögheimili að Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogi („Payday“) og taka á notkun þinni á þjónustu Payday, meðal annars vefsíðum, hugbúnaði og öðrum vörum og þjónustu (sameiginlega nefnd „þjónustan“). Með því að nota þjónustu okkar samþykkir þú að vera bundin af þessum Skilmálum og vinnslusamningi.
Payday miðar að því að halda utan um allt sem tengist launagreiðslum og reikningum notenda sinna á einum stað. Notendur þjónustunnar geta fylgst með innheimtu, greiðslu opinberra gjalda og greiðslum lífeyrissjóða. Notendum býðst fimm leiðir til að nota þjónustu Payday.
Þjónustuleiðirnar eru sem hér segir:
Frítt - þjónustuleið sem gerir notendum kleift að útbúa og senda tvo reikninga í mánuði. Notendur geta einnig séð yfirlit yfir alla viðskiptavini auk tengingar við þjóðskrá.
Nettur - þjónustuleið sem gerir notendum kleift að stofna og senda reikninga hvort sem er á PDF eða XML formi, stofna kröfur í netbanka, fá áminningar í tölvupósti um greiðslu reiknings og þegar reikningur er kominn á gjalddaga, sent út áskriftarreikninga til viðskiptavina sinna með reglubundnum hætti, útbúið tilboð og sent á viðskiptavini sína, fylgst með sögu reikninga, haldið utan um skráningu útgjalda, skoðað VSK skýrslur, skoðað með grafískum hætti yfirlit yfir tekjur og gjöld. Notendur geta einnig séð yfirlit yfir allar hreyfingar viðskiptavina auk tengingar við þjóðskrá.
Laun - þjónustuleið sem felur í sér launaútreikninga, sjálfvirk skil á staðgreiðslu og tryggingagjaldi, sjálfvirk skil á skilagreinum til lífeyrissjóða og í endurhæfingarsjóð, sjálfvirk skil á félagsgjöldum til stéttarfélaga.
Þéttur - þjónustuleið sem felur í sér sömu þjónustu og þjónustuleiðirnar Nettur og Laun en að auki sjálfvirk VSK skil.
Allur pakkinn - þjónustuleið sem felur í sér sömu þjónustu og þjónustuleiðin Þéttur en að auki fjárhagsbókhald sem inniheldur m.a. dagbók, færslubók, lánardrottna, efnahagsreikning og rekstrarreikning.
Til að notendur Payday geti nýtt sér þjónustuna eru þeir beðnir um að gefa upp netfang, símanúmer, kennitölu notanda sem er einstaklingur og/eða lögaðili, bankareikningsnúmer, númer veflykla frá Ríkisskattstjóra. Þessar upplýsingar eru allar liður í því að Payday geti þjónustað notendur sína og unnt sé að standa skil á öllum þeim gjöldum sem til falla í rekstri og einnig svo notendur þjónustunnar geti greitt sér út laun.
Til að auka þjónustu við viðskiptavini sína og gera notendum kleift að hafa betri yfirsýn yfir reksturinn safnar Payday meðal annars saman yfirliti yfir útborganir, opinber gjöld og lífeyrisgreiðslur. Payday uppfyllir kröfur reglugerðar nr. 505/2013 um rafræna reikninga og rafrænt bókhald o.fl. hvað varðar reikningakerfi og rafræna reikninga.
Skilgreiningar
Notandi: Aðili sem skráir sig inn á vef Payday með aðgangsupplýsingum og getur í framhaldi nýtt þá þjónustu sem í boði er á vefnum.
Þjónustan: Upplýsingar, verkfæri og virkni á vef Payday sem gera notendum m.a. kleift að útbúa, vista og senda reikninga, greiða sér út laun, standa skil á opinberum gjöldum og nálgast grafískar skýrslur um rekstur sinn.
Samþykki notkunarskilmála
Með því að nota þjónustuna samþykkir þú að hlíta á hverjum tíma gildandi skilmálum og eins og þeim er breytt af og til af Payday. Orðin „þú“ og „notandi“ í öllum beygingarmyndum sem fram koma í þessum skilmálum vísa til notanda. Þeir aðilar sem hyggjast nýta sér þjónustu Payday verða að lesa þessa skilmála og samþykkja. Uppfærðir skilmálar verða alltaf aðgengilegir á vefsíðum Payday. Til notkunar telst m.a. skoðun, upplýsingaöflun og/eða nýting þeirrar þjónustu sem í boði er á vefsvæði Payday eins og vefurinn kemur notendum fyrir sjónir á hverjum tíma. Öll notkun vefsins takmarkast við þær aðgerðir sem eðlilegar og löglegar geta talist, ásamt þeim upplýsingum og þjónustu sem boðið er upp á á hverjum tíma.
Aðgangur að þjónustunni og aðgangsupplýsingar notenda
Notendur eru ábyrgir fyrir því að tryggja leynd lykilorða sinna sem gerir þeim mögulegt, ásamt notandanafni þeirra, að innskrá sig á Payday. Með því að láta Payday í té netfang sitt samþykkja notendur að Payday megi, þegar nauðsyn krefur, senda notendum tilkynningar á netfang þeirra í tengslum við aðgang þeirra að þjónustunni.
Notandanafn, lykilorð og aðrar samskiptaupplýsingar sem notendur kunna að láta Payday í té teljast til „aðgangsupplýsinga“ notenda. Réttur notenda til að fá aðgang að og nota þjónustuna er bundinn við þá og þeim er ekki heimilt að flytja þann rétt til annars einstaklings eða lögaðila. Notendum er einungis heimilt að fá aðgang að og nota þjónustuna í löglegum tilgangi.
Notendum er þó heimilt að veita aðilum sem þeir hafa falið gerð reikninga eða skráningu bókhalds aðgangsupplýsingar sínar, á eigin ábyrgð. Ef notandi verður á einhvern hátt var við að óviðkomandi aðili hafi komist yfir aðgangsupplýsingar sínar, samþykkja þeir að gera Payday strax viðvart með því að senda tölvupóst á [email protected].
Aðgangur notenda að Payday gæti rofnað af ýmsum ástæðum, t.d út af vélbúnaðarbilun, tæknilegum bilunum, hugbúnaðarvillum eða uppfærslu á kerfi. Payday ber ekki ábyrgð á tjóni sem slíkt kann að valda, sbr. 11. gr.
Gerð, vistun og sending reikninga
Gerð reikninga, vistun þeirra og sending er mismunandi eftir þjónustuleiðum.
Frítt: Reikningar eru sendir sem PDF skjal í tölvupósti. Kröfur eru ekki stofnaðar í netbanka.
Nettur: Reikningar eru sendir sem PDF skjal í tölvupósti eða með XML formi í gegnum skeytamiðlun. Val er um að kröfur stofnist í netbanka og þá hvort nýta skuli sína eigin kröfuþjónustu. Greiðslur á reikningum fara beint inn á bankareikning notanda við greiðslu.
Þéttur: Reikningar eru sendir sem PDF skjal í tölvupósti eða með XML formi í gegnum skeytamiðlun. Val er um að kröfur stofnist í netbanka og þá hvort nýta skuli sína eigin kröfuþjónustu. Greiðslur á reikningum fara beint inn á bankareikning notanda við greiðslu.
Allur pakkinn: Reikningar eru sendir sem PDF skjal í tölvupósti eða með XML formi í gegnum skeytamiðlun. Val er um að kröfur stofnist í netbanka og þá hvort nýta skuli sína eigin kröfuþjónustu. Greiðslur á reikningum fara beint inn á bankareikning notanda við greiðslu.
Payday hefur milligöngu við útgáfu reikninga en ber ekki ábyrgð á efni reikningana eða innihaldi þeirra. Komi upp ágreiningur milli notanda, sem er útgefandi reiknings, og greiðanda ber þeim aðilum að leysa úr slíkum ágreiningi sín á milli án aðkomu Payday. Notandi er sjálfur ábyrgur fyrir því að krafan fáist greidd.
Launavinnsla og skýrslur
Notandi stýrir því sjálfur hvenær hann kýs að fá greidd út laun og geta launagreiðslur verið hvenær sem er mánaðarins og eins oft í mánuði og notandinn sjálfur vill.
Notandi getur nálgast launaseðla í Payday hvenær sem er og eru þeir í samræmi við hefðbundna launaseðla þar sem fram kemur m.a laun, mótframlag launagreiðanda, staðgreiðsla, greiðsla í lífeyrissjóð og upplýsingar um nýttan persónuafslátt. Það er alfarið á ábyrgð notenda sjálfra að upplýsingar um launareikning, stéttarfélag og lífeyrissjóð séu réttar.
Payday sendir skilagreinar til lífeyrissjóða og stéttarfélaga sjálfkrafa inn til viðkomandi sjóða. Notandi verður sjálfur að sjá um að greiða greiðslukröfur sem myndast við þessi skil í sínum netbanka.
Þá verða notendur einnig að upplýsa Payday um það ef þeir fá tekjur annars staðar frá samtímis og þeir nýta sér þjónustu Payday svo allar upplýsingar til Ríkisskattstjóra séu réttar og í samræmi við lög um tekjuskatt. Hafi notandi ekki gefið réttar upplýsingar um skattstofn ábyrgist Payday ekki að upplýsingarnar sem Payday sendir til Ríkisskattstjóra séu réttar.
Payday getur einungis staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum vegna þeirra reikninga sem sendir hafa verið í gegnum þjónustu Payday sem og þeim innskatti sem notandi skráir sem útgjöld í kerfum Payday.
Notandi getur valið að Payday sjái ekki um skil virðisaukaskattsskýrslu. Notandi ber sjálfur ábyrgð á því að virðisaukaskattsskýrslur séu réttar.
Payday áskilur sér rétt til að gera endurbætur, bæta við, breyta eða fjarlægja virkni, eða leiðrétta vandamál eða vanrækslu í þjónustunni að eigin geðþótta án þess að skuldbindingar eða ábyrgð hljótist af því.
Þjónustan er veitt „eins og hún er“ sem staðlaður hugbúnaður, án nokkurra skýrra eða óbeinna yfirlýsinga eða ábyrgða af neinu tagi. Þú getur fengið aðgang að og notað þjónustuna eins og hún er veitt á hverjum tíma, þjónustan er ekki háð tiltekinni útgáfu né útgáfum eða efni.
Lok samnings
Samkvæmt reglugerð um rafræna reikninga og bókhaldslög skal geyma gögn þess efnis í sjö ár frá útgáfu þeirra og er það á ábyrgð notanda. Við lok samnings getur notandi óskað eftir að fá gögn sín á tölvutæku formi gegn greiðslu samkvæmt verðskrá Payday hverju sinni.
Þóknun Payday
Þóknun Payday er í samræmi við gildandi verðskrá hverju sinni og ábyrgist Payday að rétt gjaldskrá er alltaf aðgengileg á vef Payday. Engin ógagnsæ gjöld eru falin í áskrift að Payday. Fyrsta hvers mánaðar sendir Payday út reikninga fyrir notkun undangengin mánuð, sem dæmi eru reikningar sendir út 1. júní fyrir notkun í maí mánuði. Krafa Payday fellur á eindaga sjö dögum eftir útgáfu hennar. Notandi greiðir ekki fyrir þjónustuna nema hann nýti sér hana með einhverjum hætti.
Komi til vanskila eða seinkun á greiðslu áskilur Payday sér rétt til að stöðva aðgang að þjónustunni eða takmarka aðganginn í skrifvarinn aðgang og rukka dráttarvexti eins og lög leyfa.
Tilkynningar til notenda með tölvupósti
Payday sendir notendum tilkynningar um það þegar reikningur hefur verið stofnaður, þegar útgefnir reikningar notenda hafa fengist greiddir, þegar reikningur fellur á eindaga, þegar reikningur hefur verið felldur niður (vegna t.d. mistaka við reikningagerð), þegar laun hafa verið greidd út og þegar virðisaukaskattsskýrsla er tilbúin til yfirlestrar. Auk þessa geta komið upp tilvik þar sem Payday sendir notendum sínum nauðsynlegar tilkynningar með rafrænum hætti. Tilkynningarnar tengjast þá skráningum og aðgangi notenda, sem dæmi um þetta er þegar aðgangsupplýsingum er breytt eða aðrar valkvæðar tilkynningar í tengslum við notkun á þjónustunni. Af og til kann Payday að bæta við nýjum tegundum tilkynninga eða að fjarlægja tilteknar tegundir tilkynninga. Rafrænar tilkynningar frá Payday verða sendar á netfangið sem notandi gaf upp í tengslum við aðgang notanda á Payday.
Þar sem tilkynningar eru ekki dulkóðaðar munu þær aldrei innihalda lykilorð notanda. Í þeim tilfellum sem notandi gleymir lykilorði sínu getur hann fengið sendan hlekk á uppgefið netfang á slóð sem gerir viðkomandi kleift að búa til nýtt lykilorð.
Tilkynningar geta innihaldið netfang notanda (þegar sendur er tölvupóstur). Allir sem hafa aðgang að tölvupósti notanda munu geta séð innihald tilkynninganna.
Notandi er meðvitaður um að öllum tilkynningum sem sendar eru með notkun þjónustunnar gæti seinkað eða þær ekki borist notanda af ýmsum ástæðum. Payday reynir eftir fremsta megni að tryggja að tilkynningar berist fljótt og örugglega en ábyrgist á engan hátt að tilkynningar berist eða að tilkynningar innihaldi ávallt nýjustu og/eða réttar upplýsingar. Notandi samþykkir að Payday ber enga skaðabótaskyldu vegna tilkynninga sem berast seint eða ekki, vegna villna í efni tilkynninga eða vegna ákvarðana sem notandi eða þriðji aðili tekur eða tekur ekki vegna tilkynninga sem sendar eru frá Payday.
Hugverkaréttindi
Samningur þessi breytir ekki höfundarrétti, afnotarétti eða eignarrétti sem aðilar höfðu áður en samningurinn var uppfylltur, eða hefur verið stofnað óháð honum.
Með fyrirvara um að notandi fylgi samningnum, veitir Payday notandanum takmarkað leyfi til að fá aðgang að og nota þjónustuna, eingöngu fyrir innri viðskiptarekstur. Þú skalt ekki, og skalt sjá til að notandi, skal ekki, nema það sé sérstaklega leyft í þessum samningi (i) breyta, þýða, búa til eða reyna að búa til afleidd afrit af eða afrita þjónustuna og lausnirnar í heild eða að hluta; (ii) lesa, taka í sundur, eða draga út kóða þjónustunnar á annan hátt í frumkóðaform; (iii) dreifa, framselja, úthluta, deila, tímaskipta, selja, leigja, senda, veita tryggingarhlut í eða á annan hátt framselja þjónustuna eða rétt þinn til að nota þjónustuna.
Payday, eða leyfisveitendur þess þar sem það á við, er eigandi og heldur eignarhaldi á þjónustunni og öllum tengdum hugverkaréttindum í og að þjónustunni og hvers kyns annarri þjónustu sem veitt er samkvæmt þessum samningi, þar með talið hvers kyns hugverkaréttindum sem stafa af vinnslu gagna af Payday. Að undanskildu takmörkuðu leyfi/leyfum sem eru beinlínis veitt samkvæmt þessum samningi, felur ekkert í þessum samningi í sér framsal á eða leyfi til hvers kyns hugverkaréttinda frá Payday eða leyfisveitendum þess til þín.
Allt efni síðunnar payday.is, þar á meðal útlitshönnun (t.d. texti, grafík, myndir, vörumerki), ljósmyndir, hugbúnaður, breytt efni, tilkynningar og annað efni er verndað af höfundarréttar- og vörumerkjalögum á Íslandi og annars staðar. Innihald payday.is er eign Payday eða notað með leyfi frá hugbúnaðar-, gagna- eða öðrum efnisveitum með Payday í viðskiptasambandi. Payday veitir notanda leyfi til að skoða og nota payday.is samkvæmt skilmálum þessum. Notendum er einungis heimilt að hlaða niður eða prenta út afrit af upplýsingum og efni á payday.is til eigin persónulegra nota sem eru ekki í fjárhagslegum tilgangi í samræmi við II. kafla höfundalaga. Öll dreifing, endurbirting eða rafræn afritun á innihaldi payday.is, hvort sem er í heild eða að hluta eða í öðrum tilgangi, er þér með öllu óheimil nema með skriflegu samþykki Payday.
Um brot á þessari grein fer skv. ákvæði 11. gr.
Aðgangstakmarkanir
Þegar notandi samþykkir skilmála þessa fellst hann á að hann muni ekki nota nokkurs konar sjálfvirkan hugbúnað, forrit eða aðrar aðferðir til að verða sér út um aðgang að, afrita eða fylgjast með einhverjum hluta af vefsvæði Payday nema með skriflegu leyfi Payday og/eða ef slík þjónusta hafi verið keypt af Payday.
Notandi samþykkir einnig að hann muni ekki nota forrit, hugbúnað eða annars konar aðferðir til að heimsækja, nota eða leita að gögnum á vefsvæði Payday nema með almennum vöfrum (t.d. Firefox eða Google Chrome) og almennum leitarvélum (t.d. Google eða Bing).
Notandi samþykkir að hann muni ekki senda skrár eða gögn á vefsvæði Payday sem gæti flokkast sem tölvuvírus, tölvuormur eða trójuhestur eða skrár sem innihalda einhvers konar skaðlega eiginleika og/eða geta á einhvern hátt truflað eðlilega virkni og/eða þjónustu Payday.
Notandi samþykkir að hann muni ekki reyna á nokkurn hátt að sækja, birta eða greina undirliggjandi forritskóða út frá þeim hugbúnaði sem er notaður af Payday. Ef notandi fær aðgang að undirliggjandi forritunarkóða á vegum Payday, s.s. vegna bilunar, ber honum að tilkynna slíkt til vefstjóra ([email protected])
Um brot gegn þessari grein fer skv. ákvæðum 11. gr.
Payday áskilur sér rétt til að takmarka aðgang að þjónustunni ef notandinn uppfyllir ekki ákvæði þessa samnings.
Takmörkun ábyrgðar
Ábyrgð Payday er takmörkuð við beint tjón. Payday ber ekki ábyrgð á neinu óbeinu, tilfallandi, afleiddu, refsandi eða sérstöku tjóni eða tjóni, þar með talið en ekki takmarkað við hagnaðartap, tekjutap, viðskiptatap, tap á gögnum, tapaðs sparnaðar, kröfum frá þriðja aðila, tap á viðskiptavild o.fl.
Til að taka af allan vafa ber Payday enga ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem stafar beint eða óbeint af bilun í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði fyrirtækisins eða notanda eða af öðrum ástæðum sem geta valdið því að upplýsingar séu ónákvæmar eða notandi getur ekki tengst þjónustunni. Payday ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem beint eða óbeint kann að stafa af göllum eða bilunum í endabúnaði, tengingu við veraldarvefinn, hugbúnaði sem nauðsynlegur er til að tengjast vefsíðu Payday, vafra eða stýrikerfi eða Payday tölvukerfi, eða af öðrum ástæðum sem kunna að valda því að aðgerðir á payday.is eigi sér ekki stað eða verði á annan hátt en áætlað var, svo sem vegna tæknilegra bilana, gagnavillna eða truflana í rekstri tölvukerfa. Payday ber ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda eða annars aðila með eða án umboðs notanda. Payday ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til rangra aðgerða notanda eða annars aðila. Payday ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.þ.h. Enn fremur ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure). Netárásir sem Payday hefur ekki getað komið í veg fyrir með eðlilegum ráðstöfunum teljast til óviðráðanlegra atburða.
Heildaruppsöfnuð ábyrgð Payday á gildistíma þessa samnings skal ekki vera hærri en upphæð sem jafngildir 6 mánaða þóknun fyrir viðkomandi þjónustu strax á undan atburðinum sem leiðir til bótaskyldu.
Lokun aðgangs, gildistími skilmála og breytingar á skilmálum
Samningurinn öðlast gildi á þeim degi sem notandi samþykkir skilmálana eða ef notandi hefur byrjað að nota þjónustuna.
Payday áskilur sér rétt til að grípa til hvers kyns aðgerða sem þykja nauðsynlegar til að bregðast við brotum á þessum skilmálum, þar með talið uppsögn þegar í stað, þar með talið aðgangur notenda.
Strax við lokunina, af hvaða ástæðu sem er, er takmarkaða leyfið sem veitt er notandanum sjálfkrafa afturkallað og notandi skuldbindur sig til að hætta að nota þjónustuna.
Payday áskilur sér rétt til þess að loka einhliða aðgangi notanda (eftir atvikum að eyða aðgangi) að vefsvæði Payday hvenær sem er, og án fyrirvara. Þegar Payday metur að grípa þurfi til slíkra aðgerða verður notanda gert viðvart um þá ákvörðun og send tilkynning þess efnis á netfangið sem notandi gaf upp við skráningu. Sem dæmi um slík tilfelli er t.d. ef notandi verður uppvís að misnotkun á kerfi Payday, ef notandi hefur brotið í bága við eitthvert ákvæði þessara skilmála, eða ef notandi hefur hegðað sér á þann hátt að augljóst er að notandi ætli ekki eða geti ekki uppfyllt ákvæði þessa skilmála. Ef grunur vaknar að um lögbrot sé að ræða þá áskilur Payday sér rétti til tilkynna slíkt til yfirvalda.
Payday sendir út reikninga til viðskiptavina sinna 1. hvers mánaðar vegna notkunar fyrir mánuðinn þar á undan, sbr. 7. gr. skilmála þessa. Krafan fellur á eindaga sjö dögum eftir útgáfu hennar og sé krafan ekki greidd innan 15 daga eftir eindaga er aðgangi notanda lokað þar til greiðsla berst.
Þagnarskylda
Sem afleiðing af efndum samningsins getur verið að aðilum verði veittar innri upplýsingar fyrirtækisins og upplýsingar sem tengjast hugverkaréttindum, þar á meðal þjónustu, forskriftir, markaðsupplýsingar og svipaðar viðkvæmar upplýsingar ("trúnaðarupplýsingar").
Aðilar samþykkja hér með að þeir noti slíkar trúnaðarupplýsingar eingöngu í þeim tilgangi að efna samninginn og að þeir muni ekki birta, hvort sem er beint eða óbeint, neinum þriðja aðila slíkar upplýsingar aðrar en nauðsynlegar eru til að efna samninginn.
Eftir uppsögn samningsins mega aðilar ekki birta slíkar trúnaðarupplýsingar.
Þú samþykkir ennfremur að við uppsögn samningsins muntu ekki, nema að því marki sem gildandi lög leyfa sérstaklega, þróa eða láta þróa sambærilegan hugbúnað með því að nota trúnaðarupplýsingar sem Payday lætur þér í té eða á nokkurn annan hátt aflað þér samkvæmt samningnum.
Framangreind ákvæði koma ekki í veg fyrir birtingu eða notkun af hálfu aðila á upplýsingum sem eru eða verða, án sök aðila, almenn þekking eða að því marki sem lögboðin lög krefjast.
Notkun gagna
Notandinn veitir hér með Payday ótakmarkaðan og framseljanlegan rétt til aðgangs að og notkunar á gögnum sem eru veitt með notkun þjónustunnar í eftirfarandi tilgangi:
Umbætur á hugbúnaði og notendaupplifun, venjulega með því að safna saman og greina notkunarmynstur og tilgreindar þarfir sem notendur hafa komið með, sem gerir einstaklings- eða sérsniðna notendaupplifun kleift, til dæmis, með því að bjóða upp á að virkja viðeigandi viðbótareiningar eða þjónustu tengdar hugbúnaðinum á grundvelli notendamynstra, skilvirkari leiðir til að nýta þjónustuna með því að greina notkunina eða bæta þjónustuna og eiginleika hennar á annan hátt.
Markaðssetning og birting viðeigandi upplýsinga, til dæmis fyrir ókeypis eða virðisaukandi þjónustu eða nýja eiginleika, leitast við að forðast markaðssetningu fyrir þjónustu sem notandinn hefur þegar gerst áskrifandi að og veita viðeigandi markaðsuppfærslur eða upplýsingar innan þjónustunnar til að fræða notendur.
Öryggi og tengdur tilgangur, til dæmis með því að greina lotu- og innskráningargögn, atvikaskrár og þess háttar til að koma í veg fyrir, rannsaka og skrá öryggisvandamál og atvik og bæta öryggi þjónustunnar.
Tölfræði og rannsóknir, venjulega með því að greina magn og þróun reikninga, greiðslna eða útgjalda o.s.frv. sem fara í gegnum kerfi okkar, þar á meðal þjónustuna, með því að nota slíka samansafnaða og nafnlausa tölfræði í almennri markaðssetningu og skýrslugerð, og sem hluti af þróun virðisaukandi þjónustu, sbr. viðbótareiningar, eiginleikar eða þjónustur tengdar þjónustunni.
Fylgni. Payday má nota gögn í fylgni tilgangi, til dæmis með því að skrá í atburðaskrár, uppfylla KYC eða úttektarkröfur samkvæmt löggjöf eða sem hluta af rekstri öryggisáætlunar.
Samningsskuldbindingar. Payday getur notað gögnin í þeim tilgangi að uppfylla samningsbundnar skyldur sínar gagnvart notanda.
Notkun gervigreindar (AI)
Spjallmennið okkar notar gervigreindartækni (AI) til að aðstoða við að svara fyrirspurnum og veita upplýsingar. Þó við leggjum metnað í að tryggja að upplýsingarnar sem Spjallmennið veitir séu réttar, eru svörin byggð á reikniritum og geta ekki alltaf endurspeglað nýjustu eða nákvæmustu gögnin. Með því að nota Spjallmennið viðurkennir þú og samþykkir eftirfarandi:
Takmarkanir gervigreindar: Spjallmennið er knúið áfram af AI og starfar á grundvelli þeirra upplýsinga sem hann hefur verið þjálfaður á. Hann getur stundum veitt rangar, ófullnægjandi eða úreltar upplýsingar. Notendur ættu ekki að reiða sig eingöngu á Spjallmennið til mikilvægra eða ákvarðandi athafna og eru hvattir til að staðfesta upplýsingarnar sjálfir.
Engin lögfræðileg eða fagleg ráðgjöf: Spjallmennið veitir ekki lögfræðilega, fjárhagslega eða aðra faglega ráðgjöf. Allt efni eða svör frá Spjallmenninu ætti ekki að túlka sem faglega ráðgjöf. Þú ættir að leita til sérfræðings fyrir slíkt efni.
Ábyrgð notanda: Þú berð ábyrgð á öllum aðgerðum sem þú framkvæmir byggt á upplýsingum frá Spjallmenninu. Við erum ekki ábyrg fyrir neinu tjóni eða skemmdum sem stafa af notkun eða trausti á svörum Spjallmennisins.
Notkun gagna og persónuvernd: Gervigreindin getur greint samskipti til að bæta frammistöðu sína, en við erum skuldbundin til að vernda friðhelgi þína. Öll gögn sem safnað er í samskiptum við Spjallmennið eru meðhöndluð í samræmi við persónuverndarstefnu okkar og gildandi lög um persónuvernd.
Þjónustuaðgengi: Þjónusta Spjallmennisins er boðin "eins og hún er" og getur verið háð tímabundnum truflunum, villum eða breytingum. Við ábyrgjumst ekki óslitinn aðgang að Spjallmenninu og áskiljum okkur rétt til að breyta eða hætta þjónustunni hvenær sem er.
Með því að nota Spjallmennið samþykkir þú þessi skilyrði og skilur að ekki er tryggt að svör þess séu nákvæm eða sniðin að þínum sértæku þörfum.
Payday hefur sett sér stefnu um notkun gervigreindar sem tryggir siðferðislega og ábyrga notkun hennar.
Gildistími skilmála og breytingar á skilmálum
Payday áskilur sér rétt til að breyta og bæta við þessa skilmála hvenær sem er og taka slíkar breytingar gilda án fyrirvara. Ef um er að ræða breytingar sem eru ekki til hagsbóta fyrir notendur þjónustunnar skal tilkynna notendum um þær með tryggum hætti með minnst sjö daga fyrirvara fyrir gildistöku breytinganna. Það er á ábyrgð notanda að fara reglulega yfir skilmálana með hliðsjón til uppfærslna.
Skilmálar og skilyrði sem gilda um þennan samning, eins og þeim er breytt á hverjum tíma, skulu birtir og viðhaldið á vefsíðum Payday. Notandi viðurkennir og samþykkir að nýjustu og gildandi skilmálar eru þeir sem birtir eru á vefsíðum Payday á þeim tíma.
Ágreiningur milli aðila og lögsaga
Um skilmála þessa gilda íslensk lög. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna. Notendur samþykkja að jafnvel þó svo að Payday nýti sér ekki einhver þau réttindi sín sem hljótast af þessum skilmálum að þá skuli ekki túlka það sem afsal þess réttar. Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.