Inngangur
Þegar þú notar Payday og átt samskipti við Payday, er unnið með persónuupplýsingar um þig. Þessi persónuverndarstefna er gerð til að hjálpa þér að skilja hvaða persónuupplýsingum er safnað, hvers vegna þeim er safnað og hvernig Payday meðhöndlar, verndar, geymir, flytur út og eyðir persónulegum gögnum þínum.
Persónuupplýsingar eru allar upplýsingar sem varða auðkenndan eða auðkennanlegan einstakling, svo sem netfang, heimilisfang, símanúmer o.s.frv.
Í kafla 2 í þessari persónuverndarstefnu lýsum við hvernig Payday vinnur persónuupplýsingar sem vinnsluaðili inni í hugbúnaði Payday. Í kafla 3 lýsum við því hvernig persónuupplýsingar eru unnar af Payday sem ábyrgðaraðili, sem einnig tilgreinir nánari vinnslu persónuupplýsinga í hugbúnaði Payday (3.1) og samskiptum við Payday með öðrum leiðum eins og vefsíðu okkar (3.2).
Payday sem vinnsluaðili
Fyrir þær persónuupplýsingar sem þú slærð inn í Payday og eru unnar þar, er þinn vinnuveitandi (viðskiptavinur okkar) ábyrgðaraðili. Payday starfar í slíkum tilvikum sem vinnsluaðili og vinnur gögnin fyrir hönd og samkvæmt fyrirmælum gefnum af vinnuveitanda þínum (viðskiptavini okkar). Fyrir frekari upplýsingar um þetta, vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver Payday.
Ef þú hefur einhverjar beiðnir um eyðingu persónuupplýsinga þinna, leiðréttingu á persónuupplýsingum eða innsýn í hvaða persónuupplýsingar eru unnar um þig ættir þú að hafa samband við vinnuveitanda þinn.
Payday sem ábyrgðaraðili
Í sumum tilfellum, mun Payday vera ábyrgðaraðili fyrir persónuupplýsingar þínar. Þetta er þegar Payday ákvarðar tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga, til dæmis til að bæta hugbúnaðinn, þjónustu, markaðssetningu og í öryggistilgangi.
Þegar Payday er ábyrgðaraðili fyrir persónuupplýsingar þínar í hugbúnaði Payday, þá á kafli 3.1 við. Þegar Payday er ábyrgðaraðili persónuupplýsinga þinna sem unnið er með þegar þú átt samskipti við okkur í gegnum aðrar leiðir, þá á kafli 3.2 við. Réttindi þín eru útskýrð í kafla 3.3 sem á við um vinnslu persónuupplýsinga bæði í hugbúnaði Payday og í samskiptum eftir öðrum leiðum.
3.1 Upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga í hugbúnaði Payday, þar sem Payday er ábyrgðaraðili
3.1.1 Hvaða persónuupplýsingar vinnum við?
Tegund persónuupplýsinga sem Payday vinnur um þig gæti verið:
- Grunn persónuupplýsingar eins og nafn, netfang og lýðfræðilegar upplýsingar
- Notenda- og vefumferð eins og innskráningarauðkenni, notendanafn og IP tala
- Tölfræði sem sýnir hvernig notendur nota hugbúnaðinn okkar
3.1.2 Hvernig er persónuupplýsingum safnað?
Almennt séð, safnar Payday persónuupplýsingum beint frá þér eða öðrum aðilum sem tengjast viðskiptavinum okkar, þínum vinnuveitanda. Ef viðskiptavinurinn kaupir vörur eða þjónustu frá Payday í gegnum samstarfsfyrirtæki gætum við safnað upplýsingum um þig frá samstarfsfyrirtækinu.
Payday mun einnig nota vafrakökur og aðra rakningartækni þegar þú notar hugbúnaðinn/þjónustuna okkar, til að hámarka upplifun þína af Payday og vörum okkar. Í þessu skyni notar Payday ýmsa þjónustu þriðja aðila, eins og Google Analytics, Gist, Facebook, Wootric, CookieHub, Microsoft.
3.1.3 Af hverju vinnum við persónuupplýsingar?
Þessi persónuverndarstefna gildir þegar Payday vinnur úr persónuupplýsingum þínum í eftirfarandi tilgangi:
Afhending á þjónustu okkar og vörum
- Til að vinna úr pöntunum, reikningum, greiðslum fyrir þjónustu okkar og vörur
- Til að veita og viðhalda eiginleikum og virkni vara og þjónustu
- Til að afhenda þér þjónustu beint til þín, svo sem vefnámskeið okkar, skjölun o.s.frv.
- Til að búa til notendur í vörum okkar
- Til að senda þér upplýsingar sem þú hefur beðið um
- Til að senda þér uppfærslur og önnur samskipti
Þjónusta, endurbætur og greining
- Til að veita þér þjónustu
- Til að bæta og þróa gæði, virkni og notendaupplifun af vörum okkar og þjónustu
- Til að mæla og greina notkun á vörum okkar og þjónustu til að bæta upplifun þína
Öryggi
- Til að greina, takmarka og koma í veg fyrir öryggisógnir og framkvæma viðhald og bilanaleit
- Til að skrá öryggisatvik í vörum okkar og þjónustu
- Til að senda þér öryggistilkynningar og uppfærslur þegar við á
3.1.4 Hver er lagagrundvöllur fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna?
Payday hefur lögmæta hagsmuni þegar við vinnum gögnin þín til öryggis, stuðnings, tilgangi markaðssetningar, greininga og umbóta. Persónuupplýsingar þínar eru unnar út frá viðskiptasjónarmiðum á þann hátt sem við teljum að stangist ekki á við réttindi þín til persónuverndar eða frelsi.
Lestu meira um hvernig Payday vinnur persónuupplýsingar þínar í markaðslegum tilgangi á grundvelli lögmætra hagsmuna og réttindi þín þegar við vinnum persónuupplýsingar þínar í slíkum tilgangi í kafla 3.2.8 hér að neðan.
3.1.5 Hvernig er persónuupplýsingum þínum deilt?
Payday er hluti af Visma Group. Þar sem Visma samanstendur af mörgum mismunandi dótturfyrirtækjum er mikilvægt fyrir okkur að veita þér bestu mögulegu heildarupplifunina. Til að viðhalda yfirsýn og innsýn, gæti Payday deilt persónuupplýsingum þínum á milli fyrirtækja innan Visma Group.
Payday gæti einnig deilt persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila í eftirfarandi samhengi:
Samstarfsaðilar
Payday gæti deilt persónuupplýsingum þínum með samstarfsaðilum okkar ef það er lögmætt frá viðskiptalegu sjónarmiði og samkvæmt gildandi persónuverndarlögum.
Opinberir aðilar
Lögregla og önnur stjórnvöld geta óskað eftir aðgangi að persónuupplýsingum frá Payday. Í þessum tilvikum, mun Payday aðeins afhenda gögnin ef fyrir liggur dómsúrskurður o.s.frv.
3.1.6 Notkun á undirvinnsluaðila
Þegar undirvinnsluaðilar eru notaðir, mun Payday gera vinnslusamning til að tryggja réttindi þín varðandi persónuvernd. Ef undirvinnsluaðilar eru staðsettir utan ESB/EES, tryggjum við lagalegan grundvöll fyrir slíkum alþjóðlegum flutningum fyrir þína hönd, þar á meðal með notkun staðlaðra samningsskilmála ESB.
Þér er alltaf velkomið að óska eftir yfirliti og ítarlegri upplýsingum um undirvinnsluaðila Payday. Til að hafa samband við Payday sjá tengiliðaupplýsingar í kafla 5.
3.1.7 Hversu lengi eru gögnin þín geymd?
Payday mun aðeins geyma persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla tilgang vinnslunnar, en í flestum tilfellum aldrei lengur en 3 ár frá síðustu skráðu virkni þinni.
Persónuupplýsingar þínar kunna að vera háðar mismunandi varðveislustefnu sem byggist á tegund gagna og tilgangi söfnunar þeirra. Fyrir frekari upplýsingar um eyðingu gagna, hafðu samband við Payday (sjá tengiliðaupplýsingar í kafla 5).
3.2 Upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga á vefsíðum og öðrum leiðum, þar sem Payday er ábyrgðaraðili
3.2.1 Hvaða persónuupplýsingar vinnum við?
Tegund persónuupplýsinga sem Payday vinnur um þig gæti verið:
- Grunn persónuupplýsingar eins og nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang og lýðfræðilegar upplýsingar
- Notenda- og vefumferð eins og innskráningarauðkenni, notendanafn og IP tölu
- Fjárhagsupplýsingar vegna reikninga
- Tölfræði sem sýnir hvernig notendur skoða efni sem við bjóðum upp á
- Upplýsingar veittar með starfsumsóknum
Í þeim tilgangi sem nefndur er í kaflanum „Af hverju vinnum við persónuupplýsingar“ þá vinnur Payday ekki viðkvæmar persónuupplýsingar um þig.
3.2.2 Hvernig er persónuupplýsingum safnað?
Almennt séð, safnar Payday persónuupplýsingum beint frá þér eða öðrum aðilum sem tengjast viðskiptavinum okkar, þínum vinnuveitanda. Ef viðskiptavinurinn kaupir vörur eða þjónustu frá Payday í gegnum samstarfsfyrirtæki gætum við safnað upplýsingum um þig frá samstarfsfyrirtækinu.
Payday mun einnig nota vafrakökur og aðra rakningartækni þegar þú heimsækir vefsíðu okkar, til að hámarka upplifun þína af Payday og vörum okkar. Í þessu skyni notar Payday ýmsa þjónustu þriðja aðila, eins og Google Analytics, Gist, Facebook, Wootric, CookieHub, Microsoft.
Í sumum tilfellum gætum við einnig safnað upplýsingum um þig frá öðrum aðilum. Þessir aðilar geta verið gagnasöfnunaraðilar frá þriðja aðila, markaðsaðilar, opinberar aðilar eða samfélagsnet.
3.2.3 Af hverju vinnum við persónuupplýsingar?
Þessi persónuverndarstefna gildir þegar Payday vinnur úr persónuupplýsingum þínum í ýmsum tilgangi þegar þú átt samskipti við okkur, svo sem:
Kaupa og afhenda
- Auðvelda pantanir viðskiptavina, samninga, greiðslur
- Bjóða þjónustu beint til þín, svo sem vefnámskeið, skýrslur o.fl.
- Gefa viðskiptavinum umbeðin tilboð um vörur og þjónustu
- Búa til aðgang fyrir notendur þjónustu okkar
Þjónusta og bæta
- Bæta og þróa gæði, virkni og notendaupplifun á vörum okkar, þjónustu og vefsíðum
- Bjóða viðskiptavinum þjónustu við vörur okkar og þjónustu
Öryggi
- Greina, draga úr og koma í veg fyrir öryggisógnir og misnotkun og framkvæma viðhald og villuleit
Markaðssetning
- Stjórna og senda markaðsefni
- Búa til áhuga prófíl til að kynna viðeigandi vörur og þjónustu (profiling)
Ráðningar
- Stjórna ráðningarferlum og vinna úr starfsumsóknum
- Meta innsend gögn, taka viðtöl og hringja í meðmælendur
3.2.4 Hver er lagagrundvöllur vinnslu persónuupplýsinga þinna?
Við vinnum úr gögnum á grundvelli nokkurra lagalegra forsendna.
Samkomulag við þig
Við vinnum með persónuupplýsingar þínar á grundvelli lagalega bindandi samnings við þig. Þetta er venjulega þegar þú skráir þig til að nota hugbúnaðinn okkar, þar á meðal til dæmis bókhaldshugbúnaðinn okkar eða sækir um starf hjá Payday. Vinnsla persónuupplýsinga þinna eins og ferilskrár, umsóknir og meðmæli er nauðsynleg til að meðhöndla beiðnir atvinnuleitenda áður en starfssamningur er gerður.
Samþykki þitt
Payday gæti unnið úr persónuupplýsingum þínum á grundvelli samþykkis. Þú munt alltaf geta afturkallað samþykki þitt, eftir að þú hefur gefið samþykkið.
Lögmætir hagsmunir
Payday hefur lögmæta hagsmuni þegar við vinnum úr gögnum þínum í öryggis-, þjónustu- og umbótatilgangi, eða þegar þú starfar sem tengiliður viðskiptavina fyrir núverandi og hugsanlega viðskiptavini okkar, þar á meðal í þjónustu við viðskiptavini. Persónuupplýsingar þínar eru unnar út frá viðskiptalegu sjónarmiði á þann hátt sem við teljum að stangist ekki á við réttindi þín til persónuverndar eða frelsi.
3.2.5 Hvernig er persónuupplýsingum þínum deilt?
Innan Visma Group
Payday er hluti af Visma Group. Þar sem Visma samanstendur af mörgum mismunandi dótturfyrirtækjum er mikilvægt fyrir okkur að veita þér bestu mögulegu heildarupplifunina. Til að viðhalda yfirsýn og innsýn, gæti Payday deilt persónuupplýsingum þínum á milli fyrirtækja innan Visma Group.
Utan Visma Group
Payday gæti einnig deilt persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila í eftirfarandi samhengi:
Notendasamfélög
Ef þú setur inn færslu, athugasemd eða álíka á notendasamfélögum eða öðrum spjallborðum eða síðum geta slíkar upplýsingar verið lesnar og notaðar af öllum sem hafa aðgang að slíkum spjallborðum. Payday ber ekki ábyrgð á neinum upplýsingum sem þú sendir inn á slíkum spjallborðum eða síðum.
Samstarfsaðilar
Payday gæti deilt persónuupplýsingum þínum með samstarfsaðilum okkar ef það er lögmætt frá viðskiptalegu sjónarmiði og samkvæmt gildandi persónuverndarlögum.
Opinberir aðilar
Lögregla og önnur stjórnvöld geta óskað eftir aðgangi að persónuupplýsingum frá Payday. Í þessum tilvikum, mun Payday aðeins afhenda gögnin ef fyrir liggur dómsúrskurður o.s.frv.
3.2.6 Notkun á undirvinnsluaðila
Payday notar undirvinnsluaðila til að vinna með persónuupplýsingar. Þessir undirvinnsluaðilar eru venjulega birgjar skýjaþjónustu eða annarra hýsingarþjónusta fyrir upplýsingatækni. Þegar við notum undirvinnsluaðila mun Payday gera vinnslusamning til að tryggja réttindi þín varðandi persónuvernd. Ef undirvinnsluaðilar eru staðsettir utan ESB/EES, tryggjum við lagalegan grundvöll fyrir slíkum alþjóðlegum flutningum fyrir þína hönd, þar á meðal með notkun staðlaðra samningsskilmála ESB.
Þér er alltaf velkomið að óska eftir yfirliti og ítarlegri upplýsingum um undirvinnsluaðila Payday. Til að hafa samband við Payday sjá tengiliðaupplýsingar í kafla 5.
3.2.7 Hversu lengi eru gögnin þín geymd?
Payday mun aðeins geyma persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar. Þegar unnið er með persónuupplýsingar þínar á öðrum lagagrundvelli, svo sem lögmætum hagsmunum, eru gögn geymd eins lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla tilgang vinnslunnar.
Þess vegna gætu persónuupplýsingar þínar verið háðar mismunandi varðveislustefnu sem byggist á tegund gagna og tilgangi söfnunar þeirra. Hér að neðan eru nokkur dæmi:
Við ráðningu mun Payday eyða persónuupplýsingum þínum eins og ferilskrá, umsókn og öðrum gögnum þegar ráðningarferlinu er lokað, venjulega að hámarki 6 mánuðum eftir umsóknarfrest, nema um annað sé samið við þig.
Annað dæmi eru upplýsingar um tengiliði sem eru geymdar í markaðslegum tilgangi, þar á meðal tilvonandi viðskiptavinir. Slíkum persónuupplýsingum verður eytt eigi síðar en 24 mánuðum eftir síðustu skráðu virkni.
Fyrir frekari upplýsingar um eyðingu gagna, hafðu samband við Payday (sjá tengiliðaupplýsingar í kafla 5).
3.2.8 Markaðssetning
Þegar þú hefur samskipti við Payday t.d. með því að heimsækja vefsíður okkar, hlaða niður efni, fara á vefnámskeið og sem hluti af því að nota þjónustu okkar, mun Payday vinna persónuupplýsingar þínar á grundvelli lögmætra hagsmuna. Einn af lögmætum hagsmunum okkar er vinnsla persónuupplýsinga í beinni markaðssetningu.
Payday notar persónuupplýsingar þínar til að veita þér viðeigandi efni með beinni markaðssetningu á samfélagsmiðlum og tölvupóstum, vefsíðum eða í þjónustu, byggt á óskum þínum. Persónuupplýsingarnar sem unnið er með eru samansafnaðar upplýsingar um þig eins og IP tala, áhugamál (hvar þú hefur smellt o.s.frv.), notandanafn og tæki. Þetta er gert með tækni eins og vafrakökum og kallast prófíl greining. Payday mun einnig geta sameinað þessar upplýsingar við upplýsingar um viðskiptatengsl sem við gætum átt við fyrirtæki þitt.
Tilgangur prófíl greiningarinnar er að skila sérsniðinni markaðssetningu til þín, bæta notendaupplifun þína með þjónustu okkar / vefsíðum og skila vörum sem viðskiptavinir okkar eru ánægðir með. Þjónusta Payday er almennt notuð sem verkfæri í vinnutengdum tilgangi og hegðun þín í þessum verkfærum segir lítið um persónulegt líf þitt. Engin viðkvæm gögn eru unnin. Persónuupplýsingar þínar eru því unnar út frá viðskiptasjónarmiði á þann hátt sem við teljum að stangist ekki á við frelsi þitt og réttindi sem einstaklings.
Payday notar tölvupóst sem tæki til að koma markaðssetningu á framfæri, þó aðeins ef þú hefur samþykkt það. Ef þú hefur samþykkt, hefur þú alltaf möguleika á að afþakka eins og lýst er hér að neðan, eða þegar þú færð tölvupóst sem inniheldur markaðssetningu.
Réttur til að afþakka markaðssamskipti
Þú hefur rétt til að afþakka að fá markaðssamskipti frá Payday og vera háð prófíl greiningu. Þú getur gert þetta með því að:
- Fylgja leiðbeiningum um afþökkun í viðkomandi markaðssamskiptum
- Breyta á stillingum undir viðkomandi notanda ef þú ert með aðgang hjá Payday
- Hafa samband við okkur með tölvupósti á [email protected]
Þú munt einnig alltaf hafa möguleika á að afþakka/sleppa vafrakökum á tiltekinni vefsíðu í gegnum vafraköku borðann okkar.
Vinsamlegast athugaðu að jafnvel þótt þú afþakkir að fá markaðssamskipti, getur þú enn fengið samskipti frá Payday, eins og tölvupóst vegna reikninga og tilkynningar sem eru nauðsynlegar til að stjórna reikningnum þínum eða þjónustunni sem veitt er viðskiptavinum.
3.3 Hver eru réttindi þín?
Þú getur beitt eftirfarandi réttindum varðandi vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum:
- Aðgangur. Þú átt rétt á að biðja um afrit af persónuupplýsingum sem við vinnum um þig
- Leiðrétting. Þú hefur einnig rétt til að biðja Payday um að leiðrétta rangar persónuupplýsingar sem varða þig. Ef þú ert með reikning hjá Payday, er þetta venjulega hægt að gera í “Stillingum” á viðeigandi Payday þjónustu
- Eyðing. Þú getur beðið Payday um að eyða persónuupplýsingum sem tengjast þér
- Takmörkun. Þú getur beðið okkur um að takmarka vinnslu persónuupplýsinga þinna
- Færanleiki. Þú getur beðið okkur um að veita þér eða öðrum persónuupplýsingar þínar á skipulögðu, almennu og tölvutæku formi
- Andmæla. Af ástæðum sem tengjast sérstökum aðstæðum þínum hefur þú rétt til að andmæla vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum á grundvelli lögmætra hagsmuna eða í beinni markaðssetningu. Þú hefur einnig rétt til að andmæla vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum vegna verkefna sem unnin eru í almannahagsmunum eða við beitingu opinbers valds eða byggt á lögmætum hagsmunum
Vinsamlegast athugaðu að það geta verið ákveðnar undantekningar eða takmarkanir á ofangreindum réttindum sem gætu átt við eftir sérstökum aðstæðum þínum. Í slíkum tilfellum munum við veita þér nákvæmar upplýsingar um viðeigandi undantekningu eða takmörkun og aðstoða þig við að nýta réttindi þín eins og kostur er, í samræmi við gildandi lög og reglur.
Vinsamlegast notaðu [email protected] til að leggja fram beiðnir eins og getið er um í þessum lið.
Að lokum hefur þú einnig rétt á að leggja fram kvörtun til persónuverndaryfirvalda vegna vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum.
Breytingar á persónuverndarstefnunni
Við hvetjum þig til að skoða persónuverndarstefnuna reglulega. Ef við gerum verulegar breytingar á stefnu okkar, gætum við einnig látið þig vita með öðrum hætti, s.s. með því að senda tölvupóst eða birta tilkynningu á vefsíðu okkar áður en breytingarnar taka gildi.
Síðast uppfært: 02-10-2024.
Hvernig hefur þú samband við okkur
Ábyrgðaraðili sem ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga þinna er:
Payday ehf.
Heimilisfang: Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogi, Ísland
Símanúmer: 5515121
Við metum skoðun þína. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða spurningar um persónuverndarstefnu okkar, eða einhverjar áhyggjur af persónuvernd, þar á meðal varðandi hugsanlegt brot á friðhelgi þinni, vinsamlegast sendu þær á [email protected].
Við munum meðhöndla beiðnir þínar eða kvartanir sem trúnaðarmál. Fulltrúi okkar mun hafa samband við þig til að bregðast við áhyggjum þínum og gera grein fyrir valmöguleikum varðandi hvernig hægt er að leysa úr þeim. Við stefnum að því að tryggja að kvartanir séu leystar tímanlega og á viðeigandi hátt.