Umsagnir notenda

Notendur Payday eru allt frá einyrkjum upp í stærri fyrirtæki. Einfaldaðu reikninga- og bókhaldsgerðina og eyddu tímanum frekar í annað.

Helsti kosturinn er þjónustan

„Í stað þess að fara á Facebook þá fer ég í Payday því það er svo skemmtilegt”

Þórdís Wathne, eigandi Hlaupár

Það var kominn tími til að finna nýtt bókhaldskerfi og ég fór á stúfana og valdi Payday því að það er nútímavænt og kerfi sem ég trúi að eigi framtíðina fyrir sér.

Samþætting við WooCommerce

„Ég er búinn að nota Payday í nokkur ár og ég er ekkert að fara neitt frá þeim”

Bjarni, eigandi Reykjavík Asian

Ástæðan fyrir að við völdum Payday var bara af því að þetta var einfalt kerfi, þægilegt og viðmótið fallegt. Ég er búinn að prófa örugglega öll bókhaldskerfi önnur og það er ekkert sem er sambærilegt við Payday.

Sjálfvirkni og tímasparnaður

„Það er lítið mál að fara út öðru bókhaldskerfi og yfir í Payday”

Elín & María, eigendur Afstemma

Við fundum Payday með að hlusta á viðskiptavini í kringum okkur sem voru að dásama kerfið og ákváðum að fara á kynningarfund hjá þeim. Það má eiginlega segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn.

Notendavænt og einfalt

„Mig vantaði einfalt kerfi sem virkar vel og Payday leysti öll vandamálin strax”

Marinó Flóvent, ljósmyndari

Ég er ljósmyndari og starfa mikið út um allan bæ og inni í stúdíói og hef ekki mikinn tíma til að sinna öðru. Ég byrjaði að nota Payday þegar ég byrjaði að starfa sjálfstætt. Mig vantaði bara einfalt kerfi sem virkaði vel og þetta leysti bara öll vandamáli strax.

Betri yfirsýn

„Betri yfirsýn yfir reksturinn og innkomuna sem er til”

Karólína, sjúkraþjálfari

Sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari þá hefur þetta kerfi reynst mér gríðarlega vel. Payday er gríðarlega auðvelt að setja upp og koma sér af stað í því og viðmót til að greiða reikninga er líka mjög auðvelt.

Alltaf í vasanum

„Payday hefur sparað mér tíma, peninga og áhyggjur”

Jón Ómar, eigandi Garðhersins

Þetta er mikill tímasparnaður fyrir fólk sem er alltaf úti að vinna eins og í mínu tilfelli. Ég hef verið að nota Payday út af því að mér finnst þetta sniðug lausn. Ég sá mikinn kost í því að geta bara sent reikninga beint úr símanum hjá mér. Það er svo mikil öryggistilfinning að hafa alla hlutina á einum stað — hvað þá í vasanum.

Aðrar umsagnir

„Payday kerfið er auðvelt og þægilegt í notkun. Timasparnaðurinn við launaskil og sjálfvirk pörun greiðslna borga auðveldlega upp áskriftina. Það besta við að ég fór að nota Payday er samt áhrifin á hjónabandið. Sem einyrki þurfti ég endalausa leiðsögn frá manninum mínum með bókhaldið. Eftir að Payday kom til sögunnar ræð ég við bókhaldið (að mestu) sjálf og við hjónin nýtum tímann í annað en bókhaldsaðstoð.”

Áslaug Kristjáns, kynfræðingur

„Ég fullyrði að ef það hefði ekki verið fyrir Payday þá hefði ég aldrei farið að vinna sjálfstætt. Með því að nota Payday þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af formsatriðunum í reikningagerð og ég hef úrvals yfirsýn yfir reksturinn. Þjónustan sem þau veita þegar ég stend á gati er líka fyrsta flokks, svör á reiðum höndum og það á sömu mínútunni. Takk, Payday!”

Magga Dóra, hönnunarstjóri

„Ég er stjórnendaráðgjafi. Það skemmtilegasta sem ég geri er að hjóla um bæinn og vinna með metnaðarfullum stjórnendum að því að bæta sig og sinn rekstur, ekki að afgreiða launagreiðslur eða VSK uppgjör, heppinn ég að Payday kerfið skuli sjá sjálfkrafa um það fyrir mig!”

Freyr, stjórnendaráðgjafi

„Með notkun á Payday hef ég skýra yfirsýn yfir reksturinn og get út frá þeim lykiltölum sem ég hef aðgang að í kerfinu tekið góðar ákvarðanir varðandi næstu skref. Einnig sér kerfið um fjölmörg verkefni sem annars væru tímafrek, eins og að senda út áskriftarreikninga, greiða út laun og standa skil á opinberum gjöldum.”

Birna, Character vefstúdíó

„Ég er með fasteignafélag með um tuttugu einingum í leigu, samningarnir eru flestir vísitölutengdir, sumir með VSK. Þökk sé Payday þá fljúga reikningarnir út um hver mánaðarmót án þess að ég hafi nokkuð fyrir því. Vísitölutengdir áskriftarreikningar eru mikilvægasti fítusinn fyrir fasteignafélög eins og mitt.”

Framkvæmdastjóri Limra

„Ég vil geta einbeitt mér að því að skapa fallega list. Payday auðveldar mér lífið, sér um öll skil og að allt fari á réttan stað”

Sigrún, myndlistarkona

„Ég vil hafa hlutina einfalda og ekki eyða tímanum í pappírsvinnu. Payday sparar mér tíma og gerir mér kleift að einbeita mér að fluginu”

Kári, flugmaður

„Ég vil ekki hafa áhyggjur af reikningagerð, launaskilum og virðisaukaskýrslum. Payday hjálpar mér að halda áætlun og klára verkin í tíma”

Bjarni, rafvirki

Viltu einfalda bókhaldið og reikningagerðina?