Ef þú ert sjálfstætt starfandi þá hefur þú örugglega velt fyrir þér hlutum á borð við reikningagerð, virðisaukaskatti, launatengdum gjöldum og skilum á opinberum gjöldum. Fyrir marga getur verið yfirþyrmandi og tímafrekt verkefni að þurfa að passa upp á þessa þætti í hverjum einasta mánuði. Payday leysir vandamálið með einföldu en öflugu kerfi sem er sérsniðið að þörfum sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Hér eru 5 helstu ástæður hvers vegna þú ættir að velja Payday og byrja að auðvelda þér lífið strax í dag.
Það tekur aðeins örfáar mínútur að stofna aðgang að Payday, að því loknu getur þú byrjað að senda reikninga eða greiða þér út laun. Það er ekki jafn flókið að halda utan um reksturinn og þú hefur haldið til þessa, Payday sér til þess. Payday er bæði aðgengilegt í tölvunni og í símanum, þú þarft því ekki endilega að vera bundinn við skrifborðið eða starfsstöðina þína til þess að senda út reikninga eða borga þér laun.
Þú sparar tíma með því að nota Payday. Nýttu frekar tíma þinn með fjölskyldunni eða að sinna áhugamálum þínum. Payday gerir þér einnig kleift að taka að þér fleiri verkefni og skapa þannig meiri tekjur. Payday sér sjálfkrafa um skil á launatengdum gjöldum.
Payday veitir þér þá yfirsýn yfir reksturinn sem þig hefur alltaf dreymt um. Með auðveldum hætti sérðu hvað þú átt útistandandi í ógreiddum reikningum, hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði, hvað þú greiðir í skatt og hvað er til ráðstöfunar. Með þessu móti ættir þú að verða öruggari með reksturinn og þá um leið verða ákvarðanir tengdar rekstrinum auðveldari.
Þú þarft ekki lengur að muna hvenær það eru skil á staðgreiðslu eða lífeyrissjóðsgreiðslum, Payday passar upp á það fyrir þig. Payday passar uppá að allt sér í skilum á réttum tíma og kemur þannig í veg fyrir óþarfa kostnað og áhyggjur.
Viðskiptavinir okkar eru einstaklega ánægðir með þjónustuna. Umsagnir þeirra tala sínu máli.