Vantar þig hjálp með bókhaldið?

Það getur verið gagnlegt að hafa hæfan fagaðila á bak við sig. Þess vegna höfum við tekið saman yfirlit yfir þá fagaðila sem þegar þekkja Payday, svo þú getur fengið faglega aðstoð þegar þú þarft á henni að halda.

Abbey Road ehf.

Abbey Road ehf.
Tengiliður: Jónas Yngvi Ásgrímsson
Sími: 486-5666
jonas@abbeyroad.is

Abbey Road ehf. tekur að sér að sjá um bókhald sjálfstæðra rekstaraðila, lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hjá Abbey Road ehf. sjáum við um að færa bókhald, skila vsk., launaútreikning, gerð framtals og ársreiknings. Einnig er boðið uppá almenna rekstarráðgjöf ásamt ráðgöf og þjónustu varðandi viðskiptahugbúnað.

Abbey Road ehf. er félagi í Félagi bókhaldsstofa.

Afstemma bókhaldsstofa

Afstemma bókhaldsstofa
Tengiliður: Elín Björg Ásbjörnsdóttir
elin@afstemma.is

Við hjá Afstemmu bókhaldsstofu bjóðum upp á alla almenna bókhaldsþjónustu, virðisaukaskattskil, gerð sölureikninga, launavinnslu, ársreikningagerð og skattsskil.

Við erum með mikla reynslu á okkar sviði og leggjum áherslu á persónulega þjónustu og umhverfisvæna leið í okkar vinnu með rafrænu bókhaldi.

Andri/Stefán bókhald

Andri/Stefán bókhald
bokararnir@gmail.com

Við bjóðum upp á almenna bókhaldsþjónustu fyrir einyrkja og smærri fyrirtæki, ársreikningagerð, launavinnslu, skattframtöl og vsk skýrslur.
Leggjum áherslu á persónulega og ábyrga þjónustu.

Stefán Karl Harðarson
Viðurkenndur bókari og rekstarfræðingur. Sími: 699-0199

Andri Berg Davíðsson
Viðurkenndur bókari í viðskiptafræðinámi. Sími: 776-8411

Bókhaldsþjónusta Hornafjarðar

Bókhaldsþjónusta Hornafjarðar
info@bokhorn.is

Bókhaldsþjónusta Hornafjarðar tekur að sér bókhaldsþjónustu, ársreikninga, skattframtöl og skattaráðgjöf. Við veitum þjónustu vítt og breitt um landið og búum yfir reynslumiklum mannauði á sviði bókhalds, viðskiptagreindar og skattaráðgjafar. Okkar styrkur liggur í sveigjanlegum lausnum fyrir okkar viðskiptavini.

Starfsfólk stofunnar hefur unnið með Payday síðan 2019 og komið að því að aðstoða við þróun og prófun kerfiseininga og búa því yfir mikilli sérþekkingu á þær lausnir sem Payday bíður uppá.

Smelltu hér til að bóka með okkur fund!

Finnur Karl Vignisson
Sími: 866-3437 / 518-8801

Ottó Marvin Gunnarsson
Sími: 848-3565 / 518-8802

BDO

BDO
Tengiliður: Þorlákur Björnsson
thorlakur.bjornsson@bdo.is
531-1111

BDO á Íslandi er hluti af alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtæki. Félagið hefur á að skipa vel menntuðu, reynsluríku og hæfu starfsfólki með mikla þekkingu. Þjónusta félagsins er á sviði endurskoðunar, ársreikningagerðar, skattamála og ráðgjöf á þeim sviðum. Enn fremur er starfrækt bókhaldsdeild innan fyrirtækisins sem sinnir almennu bókhaldi, launavinnslum og aðstoð við atvinnurekendur.

Búðu betur

Búðu betur
Tengiliður: Nína Hrefna Lárusdóttir
budubetur@budubetur.is

Búðu betur er bókhaldsfyrirtæki sem býður upp á alhliða þjónustu þegar kemur að bókhaldi og reikningsskilum. Tökum að okkur fyrirtæki, einyrkja og bændur. Þjónusta okkar er meðal annars bókhald, launavinnsla, afstemmingar, uppgjör, ársreikningar og skattframtöl einstaklinga og lögaðila. Við veitum persónulega þjónustu sem hentar þörfum hvers og eins.

Deloitte

Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, tækni- og stefnumótunarráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga okkar og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landsvæði og sameinar um 345.000 sérfræðinga. Þá hefur Deloitte yfir að ráða fjölda sérfræðinga í viðskiptalausnum, svo sem í þjónustu við bókhald, launavinnslu, afstemmingar og uppgjör, sem og við gerð ársreikninga, árshlutareikninga, rekstraráætlana, skattframtala og fleira.

DQS Bókhald

DQS Bókhald
Tengiliður: Darlene Q. Smith
dqsbokhald@dqsbokhald.is

DQS Bókhald ehf sérhæfir sig í bókhaldi, VSK skýrslum, launavinnslum, skattframtölum og ársreikningagerð fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki.
Við leggjum áherslu á að sinna viðskiptavinum okkar vel.

DQS Bókhald ehf specializes in bookkeeping, VAT reports, salary processing, tax returns and financial statements for individuals and smaller companies.
We place emphasis on attending well to our customers.

Endurskoðun Hafnarfjarðar

Endurskoðun Hafnarfjarðar
Tengiliður: Jón Hákon Hjaltalín
jonhakon@egh.is

Endurskoðun Hafnarfjarðar tekur að sér endurskoðun, ársreikninga- skattframtalsferð, færslu bókhalds, launavinnslur og ýmsa ráðgjöf fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Félagið hefur starfað í yfir 40 ár og er mikið fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Hjá félaginu starfar löggiltir endurskoðandi, viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði, viðurkenndur bókari, sem og aðrir starfsmenn með reynslu og þekkingu á sviði bókhalds og ársreikningagerðar.

Estíva Einarsdóttir

Estíva Einarsdóttir
Sími: 893-1962
estiva62@gmail.com

Tekur að sér alhliða bókhald og launavinnslur fyrir minni og meðalstór fyrirtæki.

FjárSýn

FjárSýn er þjónustufyrirtæki sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum fjárhágsupplýsingar sniðnar að þörfum hvers og eins.

FjárSýn leggur áherslu á að nýta nútímatækni við færslu bókhalds og upplýsingagjafar til stjórnenda, sem veitir þeim gott yfirlit yfir rekstur síns fyrirtækis í rauntímaumhverfi.

FjárSýn býður upp á heildar þjónustuframboð sem snýr að bókhaldi og fjárhagsupplýsinga ráðgjöf, þar með talið; alla almenna bókhaldsþjónustu, reikningagerð og eftirfylgni, launavinnslu, afstemmingar, uppgjör, ársreikninga og skattframtöl einstaklinga og lögaðila.

Fyrirtæki og bókhald

Fyrirtæki og bókhald
Tengiliður: Guðrún Ó. Axels
gudrun@fobehf.is
894-4336

Við hjá FOB ehf tökum boltann enn lengra og bjóðum upp á bókhaldskennslu fyrir þá sem vilja læra að sjá um bókhaldið sjálfir. Engin þekkir betur reksturinn sinn en eigandinn. Payday er mjög notendavænt bókhaldskerfi og þess vegna er lítið mál að sjá um sitt bókhald með þjálfun fagaðila. Með því að læra að færa bókhaldið sitt er ekki bara sparnaður heldur verður yfirsýn á rekstrinum miklu betri.

FOB ehf er bókhaldsþjónusta sem veitir góða og persónulega þjónustu. Bókhaldsstofan er að öllu leiti pappírslaus. FOB býður upp alla almenna bókhaldsþjónustu.

HB bókhald og ráðgjöf

HB bókhald og ráðgjöf
Akureyri
Tengiliður: Benedikt Ármannsson
benarm@hotmail.com
897-8292

Bjóðum uppá færslu bókhalds, VSK skil, launavinnslur, framtals- og ársreikningagerð fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Einnig veitum við alla almenna rekstrarráðgjöf og aðstoð fyrir fyrirtæki í rekstri.
Leggjum mikið upp úr því að fyrirtæki jafn sem einstaklingar í rekstri nýti sér rafrænt bókhald eins og hægt er. Payday er góður kostur fyrir alla einstaklinga í rekstri sem og fyrirtæki til að einfalda reikningagerð og bókhald.

Laufey Aðalsteinsdóttir

Laufey Aðalsteinsdóttir
Tengiliður: Laufey Aðalsteinsdóttir
laufeyad@gmail.com

Tekur að sér fyrirtæki með ólíka starfsemi og getur klárað málið með ársreikningi og skattframtali.

Margrét H. Steingrímsdóttir

Margrét H. Steingrímsdóttir
Sími: 822-2254
mhsbokari@gmail.com

Ég er reynslumikill bókari, með meistaragráðu í lögfræði, og tek að mér bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki; virðisaukaskattsskil, launavinnslur ásamt tilheyrandi skilagreinum og uppgjör.

Ég hef næmt auga fyrir því ef hægt er að draga úr útgjöldum, án áhrifa á reksturinn, hef sent ábendingar þess efnis til viðskiptavina minna sem í kjölfarið halda þá eftir stærri hluta eigin uppskeru. Ég hef komið að og annast samningagerð af ýmsu tagi, og er fús til aðstoðar við þætti í rekstri sem rúmast innan minnar þekkingar.

Monark bókhald

Monark bókhald
Tengiliður: Íris Brá Svavarsdóttir
iris@monark.is

Monark bókhald býður upp á almenna bókhaldsþjónustu, launavinnslur, VSK skil, afstemmingar og skattframtöl fyrir félög og einstaklinga.

NTV bókhald og þjálfun

NTV bókhald og þjálfun
Tengiliður: Guðrún Ó. Axels
bokhald@ntvbokhald.is
894-4336

NTV bókhald og þjálfun ehf býður upp á einkakennslu í Payday, einnig eru við með vinnustofur annan hvern laugardag þar sem þú færir bókhaldið í Payday undir leiðsögn. Það er mikilvægt að læra að færa bókhaldið rétt strax í byrjun svo það verði minna um leiðréttingar sem getur kostað sitt.
NTV bókhald og þjálfun býður einni upp á að færa bókhaldið að öllu leiti eða að hluta. Með því að læra að færa bókhaldið sitt er ekki bara sparnaður heldur verður yfirsýn á rekstrinum miklu betri.

Patera

Patera
Tengiliður: Mariusz Zembrowski
mariusz@patera.is
777-3398

Patera býður upp á sérhæfða bókhaldsþjónustu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Hvort sem þú þarft aðstoð við að velja og setja upp bókhaldskerfi, viðhalda bókhaldi, framkvæma afstemmingar, sjá um launavinnslu eða önnur tengd verkefni, þá erum við hér til að aðstoða þig. Við leggjum metnað í að tryggja að fjármálin þín séu í traustum höndum. Auk þess bjóðum við upp á túlka- og þýðingarþjónustu sem auðveldar þér að miðla auglýsinga- og kynningarefni á áhrifaríkan hátt til ólíkra markhópa. Vel skipulagt bókhald er grunnurinn að árangri – og við sjáum til þess að það gangi hnökralaust fyrir sig.

PwC Ísland

PwC Ísland
Tengiliður: Ágúst Kristinsson
agust.kristinsson@pwc.com

PwC á íslandi er framsækið og traust fyrirtæki á sviði endurskoðunar, reikningsskila, fyrirtækjaráðgjafar, skatta- og lögfræðiráðgjafar. Við erum hluti af alþjóðlegu neti PwC sem telur rúmlega 364.000 starfsmenn í 152 löndum. Ein af deildum okkar á Íslandi er bókhald og laun, en starfsmenn hennar sérhæfa sig í bókhaldi, launum, virðisaukaskatti, afstemmingum, uppgjörum, skattskilum og annarri tengdri þjónustu.

Rassvasi ehf

Rassvasi
Tengiliður: Eva Michelsen
bokhald@rassvasi.is

Rassvasi ehf sér um alhliða bókhaldsþjónustu fyrir einstaklinga / einyrkja, lítil og meðalstór fyrirtæki og félagasamtök. Við aðstoðum við að koma bókhaldinu úr rassvasanum í gott form og höldum því í góðu formi. Aðlögum okkur að þörfum hvers og eins, hvort sem það er gamla góða pappírsmappan eða rafrænt. Veitum einnig ráðgjöf og aðstoð með rekstur, gerð rekstrarætlana og fleira rekstrartengt.

Rassvasi specializes in accounting for individuals, small & medium sized companies and non profit organizations. We want your books in good order and not in your back pocket. Every business has different needs and we adjust accordingly.

Rekstur og laun ehf

Reksturinn
Tengiliður: Hildur Hrólfsdóttir
hildur@reksturinn.is
537-2200

Tökum að okkur alla alhliða bókhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki, einstaklinga í atvinnurekstri, húsfélög og félagasamtök. Huga þarf vel að þeim skyldum sem fylgja réttu bókhaldi og skilum á ársreikningum, þar komum við sterk inn.

Rokkafellir

Rokkafellir
Tengiliður: Anne Franziska Müller
rokkafellir@gmail.com
893-7532

Rokkafellir ehf tekur að sér almennt bókhald fyrir einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Við bjóðum almenna bókhaldsþjónustu, launavinnslu, VSK, gerð ársreikninga og skattframtöl. Við aðlögum okkar að þörfum hvers og eins og hjálpum þér að hafa bókhaldið í lagi.

Rokkafellir ehf takes care of comprehensive accounting for individuals, small, and medium-sized businesses. We can assist with general accounting services, payroll processing, VAT, annual financial statements, and tax filings. We tailor our services to the needs of each client, helping you keep your accounting in good shape.

Rokkafellir ehf übernimmt die Buchführung für Einzelpersonen, kleine und mittelständische Unternehmen. Wir bieten Unterstützung bei allgemeinen Buchführungsdienstleistungen, Gehaltsabrechnungen, Umsatzsteuer, Jahresabschlüssen und Steuererklärungen.

Samtals ehf.

Samtals
Tengiliður: Margrét S.
margret@samtals.is
554-3080

Við hjá Samtals ehf. bjóðum upp á alla almenna bókhaldsþjónustu, launavinnslu, ársreikningagerð, skattframtöl og vsk skýrslur. Leggjum áherslu á þjónustan sé persónuleg og aðlöguð að þörfum hvers og eins.

Payday er sérlega þægilegt og öruggt kerfi í notkun, bæði hvað varðar reikningagerð og sjálfvirkni í bókhaldi. Við bjóðum upp á þjálfun í kerfinu og aðstoðum okkar viðskiptavini að gera reikninga og bókhaldið að mestu sjálf sé eftir því óskað.

Skilvirk Ráðgjöf ehf.

Skilvirk Ráðgjöf
Tengiliður: Lilja Björg Kjartansdóttir
lilja@skilvirk.is
699-0408

Með bókhaldsþjónustu okkar losnar þú við umstang og færð tíma til að sinna verkefnum á þínu sviði. Við bjóðum fyrirtækjum almenna viðskiptaþjónustu á sviði bókhalds, launavinnslu, gerð sölureikninga og annarra tengdra þátta. Hjá okkur færð þú persónulega þjónustu og aðgang að faglegri þekkingu sem við sérsníðum að þínum þörfum.

Talnaglögg sf.

Talnaglögg sf. hefur verið starfandi síðan 2016 og er aðili að félagi bókhaldsstofa FBO.
Við tökum að okkur bókhaldsþjónustu fyrir einyrkja og fyrirtæki. Við keyrum út reikninga og stofnum kröfur, sjáum um launavinnslu, skilagreinar og vsk skýrslur.
Við bjóðum jafnframt upp á aðstoð við skattskil og ársreikninga. Við erum vanir bókarar með mikla reynslu. Við bjóðum líka upp á stutt námskeið og kennslu ef þið viljið annast bókhaldið sjálf eða einkatíma ef þið þurfið aðstoð með einhverja þætti.
Smellið hér til að bóka tíma.

Talnaglögg sf. has been operating since 2016 and is a member of the association of accounting firms FBO.
We handle accounting for individuals and companies. We send out bills and establish claims, we take care of payroll processing, tax returns and tax payments.
We also offer assistance with calculating tax and annual accounts. We are experienced accountants. We offer a short seminar if you want to take care of accounting yourself and private counseling for those who need help with some aspects of accounting.
Click here to book an appointment.

Uppgjör og skattskil

Uppgjör og skattskil
Tengiliður: Einar Rúnar Einarsson
einar@ugs.is
577-3434

Uppgjör og skattskil ehf. býður upp á almenna bókhaldsþjónustu fyrir einyrkja, lítil og meðalstór fyrirtæki og húsfélög. Við sjáum um færslu bókhalds, virðisaukaskattsskil, launavinnslu, ársreikningagerð og skattskil.

Mikið er lagt upp úr góðum samskiptum og persónulega þjónustu.

Þrep Endurskoðun

Þrep Endurskoðun
Tengiliður: Elín Hanna Pétursdóttir
elin@threp.is
575-0800

Þrep ehf. er rótgróið og traust fyrirtæki á sviði bókhalds, reikningshalds og endurskoðunar. Við bjóðum upp á alhliða þjónustu til fyrirtækja, opinberra aðila, félagasamtaka og einstaklinga. Starfsfólk félagsins hefur mikla reynslu og leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum persónulega og faglega þjónustu.

Waldorff - Bókhald & Ráðgjöf

Waldorff - Bókhald & Ráðgjöf
Tengiliður: Sigbjartur Skúli H. Waldorff
sigbjartur@waldorff.is
786-2830

Waldorff - Bókhald & Ráðgjöf veitir sérhæfða bókhaldsþjónustu fyrir einstaklinga/einyrkja, hjóna/sambúðarfólks, húsfélög og lítil- og meðalstór fyrirtæki. Markmið okkar er að leggja áherslu á góða þjónustu, skilvirkt bókhald og faglega ráðgjöf.

Við mætum okkar viðskiptavinum eftir þeirra þörfum, stórum sem smáum. Með reglulegum samskiptum tryggjum við góðan grunn og minnum á þegar skil nálgast.
Við sækjumst alltaf eftir að nýta nýjustu tækni sem gerir bókhaldið skilvirkara og auðveldar viðskiptavinum að hafa góða yfirsýn.

Ert þú fagaðili og hefur áhuga á því að kynnast Payday betur?

Fagaðilar þurfa ekki að borga eina krónu til að nota Payday. Þannig geta notendur sem vilja aðstoð fagaðila nálgast þá á auðveldan hátt. Endilega hafðu samband við okkur og við setjum upp kynningu fyrir þig. Við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við fagaðila og að þeir taka virkan þátt í stöðugri þróun á Payday.