Vantar þig hjálp með bókhaldið?

Það getur verið gagnlegt að hafa hæfan fagaðila á bak við sig. Þess vegna höfum við tekið saman yfirlit yfir þá fagaðila sem þegar þekkja Payday, svo þú getur fengið faglega aðstoð þegar þú þarft á henni að halda.

Afstemma bókhaldsstofa

Afstemma bókhaldsstofa
Tengiliður: Elín Björg Ásbjörnsdóttir
elin@afstemma.is

Við hjá Afstemmu bókhaldsstofu bjóðum upp á alla almenna bókhaldsþjónustu, virðisaukaskattskil, gerð sölureikninga, launavinnslu, ársreikningagerð og skattsskil.

Við erum með mikla reynslu á okkar sviði og leggjum áherslu á persónulega þjónustu og umhverfisvæna leið í okkar vinnu með rafrænu bókhaldi.

BDO

BDO
Tengiliður: Þorlákur Björnsson
thorlakur.bjornsson@bdo.is
531-1111

BDO á Íslandi er hluti af alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtæki. Félagið hefur á að skipa vel menntuðu, reynsluríku og hæfu starfsfólki með mikla þekkingu. Þjónusta félagsins er á sviði endurskoðunar, ársreikningagerðar, skattamála og ráðgjöf á þeim sviðum. Enn fremur er starfrækt bókhaldsdeild innan fyrirtækisins sem sinnir almennu bókhaldi, launavinnslum og aðstoð við atvinnurekendur.

Deloitte

Deloitte
Tengiliður: Ottó Marvin Gunnarsson
payday.radgjof@deloitte.is

Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, tækni- og stefnumótunarráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga okkar og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landsvæði og sameinar um 345.000 sérfræðinga. Þá hefur Deloitte yfir að ráða fjölda sérfræðinga í viðskiptalausnum, svo sem í þjónustu við bókhald, launavinnslu, afstemmingar og uppgjör, sem og við gerð ársreikninga, árshlutareikninga, rekstraráætlana, skattframtala og fleira.

DQS Bókhald

DQS Bókhald
Tengiliður: Darlene Q. Smith
dqsbokhald@dqsbokhald.is

DQS Bókhald ehf sérhæfir sig í bókhaldi, VSK skýrslum, launavinnslum, skattframtölum og ársreikningagerð fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki.
Við leggjum áherslu á að sinna viðskiptavinum okkar vel.

DQS Bókhald ehf specializes in bookkeeping, VAT reports, salary processing, tax returns and financial statements for individuals and smaller companies.
We place emphasis on attending well to our customers.

Endurskoðun Hafnarfjarðar

Endurskoðun Hafnarfjarðar
Tengiliður: Jón Hákon Hjaltalín
jonhakon@egh.is

Endurskoðun Hafnarfjarðar tekur að sér endurskoðun, ársreikninga- skattframtalsferð, færslu bókhalds, launavinnslur og ýmsa ráðgjöf fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Félagið hefur starfað í yfir 40 ár og er mikið fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Hjá félaginu starfar löggiltir endurskoðandi, viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði, viðurkenndur bókari, sem og aðrir starfsmenn með reynslu og þekkingu á sviði bókhalds og ársreikningagerðar.

Fyrirtæki og bókhald

Fyrirtæki og bókhald
Tengiliður: Guðrún Ó. Axels
gudrun@fobehf.is
894-4336

Við hjá FOB ehf tökum boltann enn lengra og bjóðum upp á bókhaldskennslu fyrir þá sem vilja læra að sjá um bókhaldið sjálfir. Engin þekkir betur reksturinn sinn en eigandinn. Payday er mjög notendavænt bókhaldskerfi og þess vegna er lítið mál að sjá um sitt bókhald með þjálfun fagaðila. Með því að læra að færa bókhaldið sitt er ekki bara sparnaður heldur verður yfirsýn á rekstrinum miklu betri.

FOB ehf er bókhaldsþjónusta sem veitir góða og persónulega þjónustu. Bókhaldsstofan er að öllu leiti pappírslaus. FOB býður upp alla almenna bókhaldsþjónustu.

HB bókhald og ráðgjöf

HB bókhald og ráðgjöf
Akureyri
Tengiliður: Benedikt Ármannsson
benarm@hotmail.com
897-8292

Bjóðum uppá færslu bókhalds, VSK skil, launavinnslur, framtals- og ársreikningagerð fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Einnig veitum við alla almenna rekstrarráðgjöf og aðstoð fyrir fyrirtæki í rekstri.
Leggjum mikið upp úr því að fyrirtæki jafn sem einstaklingar í rekstri nýti sér rafrænt bókhald eins og hægt er. Payday er góður kostur fyrir alla einstaklinga í rekstri sem og fyrirtæki til að einfalda reikningagerð og bókhald.

Laufey Aðalsteinsdóttir

Laufey Aðalsteinsdóttir
Tengiliður: Laufey Aðalsteinsdóttir
laufeyad@gmail.com

Tekur að sér fyrirtæki með ólíka starfsemi og getur klárað málið með ársreikningi og skattframtali.

Monark bókhald

Monark bókhald
Tengiliður: Íris Brá Svavarsdóttir
iris@monark.is

Monark bókhald býður upp á almenna bókhaldsþjónustu, launavinnslur, VSK skil, afstemmingar og skattframtöl fyrir félög og einstaklinga.

Rassvasi ehf

Rassvasi
Tengiliður: Eva Michelsen
bokhald@rassvasi.is

Rassvasi ehf sér um alhliða bókhaldsþjónustu fyrir einstaklinga / einyrkja, lítil og meðalstór fyrirtæki og félagasamtök. Við aðstoðum við að koma bókhaldinu úr rassvasanum í gott form og höldum því í góðu formi. Aðlögum okkur að þörfum hvers og eins, hvort sem það er gamla góða pappírsmappan eða rafrænt. Veitum einnig ráðgjöf og aðstoð með rekstur, gerð rekstrarætlana og fleira rekstrartengt.

Rassvasi specializes in accounting for individuals, small & medium sized companies and non profit organizations. We want your books in good order and not in your back pocket. Every business has different needs and we adjust accordingly.

Rekstur og laun ehf

Reksturinn
Tengiliður: Hildur Hrólfsdóttir
hildur@reksturinn.is
537-2200

Tökum að okkur alla alhliða bókhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki, einstaklinga í atvinnurekstri, húsfélög og félagasamtök. Huga þarf vel að þeim skyldum sem fylgja réttu bókhaldi og skilum á ársreikningum, þar komum við sterk inn.

Skilvirk Ráðgjöf ehf.

Skilvirk Ráðgjöf
Tengiliður: Lilja Björg Kjartansdóttir
lilja@skilvirk.is
699-0408

Með bókhaldsþjónustu okkar losnar þú við umstang og færð tíma til að sinna verkefnum á þínu sviði. Við bjóðum fyrirtækjum almenna viðskiptaþjónustu á sviði bókhalds, launavinnslu, gerð sölureikninga og annarra tengdra þátta. Hjá okkur færð þú persónulega þjónustu og aðgang að faglegri þekkingu sem við sérsníðum að þínum þörfum.

Ert þú fagaðili og hefur áhuga á því að kynnast Payday betur?

Fagaðilar þurfa ekki að borga eina krónu til að nota Payday. Þannig geta notendur sem vilja aðstoð fagaðila nálgast þá á auðveldan hátt. Endilega hafðu samband við okkur og við setjum upp kynningu fyrir þig. Við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við fagaðila og að þeir taka virkan þátt í stöðugri þróun á Payday.