Sækja um starf

Viltu vinna með okkur?

Eftirfarandi stöður eru í boði. Ef þú heldur að við séum að leita að þér hafðu samband við okkur á netfangið [email protected]

Hugbúnaðarsérfræðingur

Payday leitar að lausnamiðaðri manneskju sem brennur fyrir forritun og hugbúnaðarþróun til að slást í hóp öflugs teymisforritara sem þjónustar viðskiptavini Payday.
Við leitum að manneskju sem er fljót að tileinka sér nýja þekkingu og aðferðir, hefur gagnrýna hugsun og ríka þjónustulund.

Helstu verkefni
  • Taka þátt í að þróa, útfæra, forrita og prófa lausnir Payday.
  • Greining, hönnun, nýþróun og bestun hugbúnaðar.
  • Sjálfvirknivæðing hugbúnaðarferla, afhendinga, prófana og reksturs.
  • Önnur verkefni eftir samkomulagi.
Hæfniskröfur
  • Góð enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Marktæk reynsla og þekking af hugbúnaðarþróun.
  • Geta til að læra á nýja tækni og forritunarmál, úrlausn vandamála og greiningarhæfni.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum, frumkvæði og drifkraftur.
  • Þekking og reynsla af NET Core/C# og MSSQL er nauðsynleg.
  • Þekking og reynsla af GIT, Azure, React, PHP og OAuth er kostur.