Payday býður viðskiptavini Íslandsbanka velkomna

Payday

Einföld en öflug lausn sem er sérsniðin að þörfum sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

 • Þú getur byrjað að senda reikninga á örfáum mínútum.
 • Með einföldum hætti greiðir þú laun og Payday sér um að allt sé í skilum.
 • Færðu inn útgjöldin beint frá bankanum og Payday sér um að skila VSK skýrslunni sjálfkrafa.
 • Bókhaldskerfi hannað með það að leiðarljósi að vera í senn einfalt, sjálfvirkt og á mannamáli.

Áskriftarleiðir

Þú getur prófað allar áskriftarleiðir frítt í 30 daga.

 • Nettur
 • Laun
 • Þéttur
 • Allur pakkinn

Nettur

3.900 kr.

á mánuði (+vsk)

Laun

5.900 kr.

á mánuði (+vsk)
3.900 kr. fyrir 1-3 starfsmenn

Þéttur

6.900 kr.

á mánuði (+vsk)

Allur pakkinn

9.900 kr.

á mánuði (+vsk)

Það er auðvelt að breyta um áskriftarleið hvenær sem er.

Íslandsbanki

Það er hægur vandi að tengja Payday við Íslandsbanka. Með því móti er meðal annars hægt að

 • Stofna kröfu í innheimtuþjónustu þegar reikningur er gefinn út
 • Merkja reikning í Payday greiddan þegar krafan er greidd
 • Stofna sjálfkrafa greiðslur í Fyrirtækjabanka vegna launa

Til að tengja Payday við Íslandsbanka þarft þú að vera með samning um innheimtuþjónustu og aðgang að vefþjónustu. Ráðgjafar Íslandsbanka aðstoða þig við að stofna aðgang að þessum þjónustum, hægt er að senda tölvupóst á [email protected]. Ef þú ert með hvoru tveggja nú þegar, þarftu að kunna skil á eftirfarandi upplýsingum:

 • Notendanafn og lykilorð vefþjónustuaðgangs
  • Þetta gæti verið sama og þú notar til að skrá þig inn í Fyrirtækjabanka
 • Eftirfarandi upplýsingar tengjast svo innheimtuþjónustu
  • Útibúsnúmer banka
  • Auðkenni innheimtuþjónustu